Sirkus Íslands

Við smelltum okkur að sjá Sirkus Íslands á Klambratúni og völdum við fjölskyldu sýninguna og get ég bara ekki mælt nógu mikið með þessari frábæru sýningu. Allir þeir sem sýna eru íslendingar, tónlistin sem spiluð er á meðan á sýningu stendur er eingöngu eftir íslenska listamenn og trúðarnir sem að eru í sýningunni eru alveg einstaklega skemmtilegir. Áhættuatriðin eru alveg frábær og get ég alveg fullyrt að þessi sýning er sko alveg á heimsmælikvarða..! Continue reading

Ánægð með lítil sæt flúr

Ég fór í gærkvöldi ásamt Höllu vinkonu minni til hennar Ólafíu á Reykjavik Ink og fékk mér 3 lítil en vel umhugsuð húðflúr, ég hefði vel getað haldið endalaust áfram en mig langar alveg í svona 25 í viðbót en lét gott heita að sinni.

Continue reading

Sumarfríið..

Núna líður að lokum sumarfrísins og það er ekki laust við að smá tilhlökkun sé í loftinu að fá rútínu. En það að sofa út, vera löt, hafa ekki neina reglu, borða óreglulega og allt það sem fylgir sumarfríi á kannski ekkert neitt rosalega vel við mig svona til lengdar, eins og það er yndislegt í byrjun.

Sunneva Lind braut á sér fingurinn þannig að við mæðgur gátum ekki stundað sundlaugarnar eins og við vorum búnar að skipuleggja á meðan að Sólon Daði var í Danmörku. En við vorum duglegar að fara í miðbæinn, skoða mannlífið og fá okkur ís.. en við mæðgur eigum það sameiginlegt að vera miklir aðdáendur að ísbúðinni í Garðabæ og voru ferðirnar ekki ófáar þangað í fríinu. Continue reading

heppna ég svo spennt

Ég sit heima og er að bíða eftir sendingu sem er á leiðinni en ég fékk símtal áðan frá Fedex að sendingin frá Missguided væri komin. En ég var að panta mér tvo jakka á útsölunni hjá þeim og það er alltaf jafn gaman þegar  þetta kemur loksins kemur í hendurnar á manni.

j2104058_cindym_23.02.15_aj_1866 c1102297_emily_19.08.14_aj_119156_a

Núna er ég að velta fyrir mér hvaða lit ég eigi að fá mér af þessu geggjaða jakka en mig er búið að langa í þennan í þónokkuð langan tíma en ég bara get ekki ákveðið litinn…

o8440094dominika-19.06.15-mc450751_1 o8440093_dominika_19.06.15_mc_451664 j6700014_cindy_19.06.15_hm_7584_a

Annars þá langar mig svo að deila svo sætri mynd af mér og prinsessunni minni  sem tekin var um helgina í grasagarðinum.
Ég er einfaldlega svo einstaklega heppin að vera móðir hennar Sunnevu Lindar enda er ekki til yndislegri stelpa, hún er svo hjartahlý og góð. Hún er algjör mömmustelpa og verð ég að teljast alveg einstaklega heppin því að faðmlögin, kossarnir, knúsin og fallegu orðin eru óendanlega mörg og gleðja mig svo.

image1

Þangað til næst..

Tattoo á næstunni…

Mér þykja allkyns húðflúr alveg ofboðslega falleg, en svo eru einnig til fullt af húðflúrum sem eru miður falleg en allt er þetta list og mismunandi er jú smekkur manna. Á ég það til að eyða löngum tíma í að skoða myndir af allsonar húðflúrum og velta fyrir mér hvort að eitthvað í líkingu við það flúr sem ég er að skoða myndi passa mér og ég gæti hugsað mér að bera ævilangt.

Continue reading

Á persónulegu nótunum..

Ég sakna þess að vera með bloggsíðu á persónulegu nótunum eins og ég var með áður. Þess vegna ákvað ég að breyta um gír á þessar síðu og loka gömlu færslunum sem fyrir voru og fara skrifa eins og ég gerði hérna áður fyrr..

Leggst það alveg rosalega vel í mig en þá voru viðfangsefnin mörg og margvísleg, allt á milli himins og jarðar.

Endilega fylgist með..

image